Gönguferðir

SONY DSCGöngugörpum er séð fyrir nákvæmu korti, áttavita og nesti. Frá Höskuldsstöðum er mælt með tveimur gönguleiðum fyrir vana göngumenn.

Sú fyrri Jórvíkurskarð – liggur úr Breiðdal um skóglendi eyðibýlisins Jórvík og yfir í Nordurdal. Með valkostinn um fjallveg áfram til Reyðarfjarðar eða hringleið til baka, um sérlega fagra gönguleið með ólýsanlegu útsýni yfir Breiðdal og út á Breiðdalsvík. Nauðsynlegur búnaður: Gönguskór, hlífðarfatnaður og bakpokar. Göngutími: Átta stundir að minnsta kosti.

Hin leiðin sem mælt er með er Berufjarðarskarð – liggur úr Breiðdal yfir fjöllin til Berufjarðar. Þetta er gömul póstleið frá fyrri hluta 19. aldar þegar póstafgreiðsla var á Höskuldsstöðum. Sami búnaður og áður er lýst, en ganga tekur sjö til níu klst.

Einnig er boðið upp á styttri en ekki síður stórbrotnar gönguleiðir í Breiðdalnum, fyrir hina óvönu.

Vinsamlegast hafið samband til að afla nánari upplýsinga.

hiking_2 hiking_3 hiking_4