Hestaferðir

Í bók Helga Valtýssonar, Söguþættir landpóstanna (1942 bls: 200) ritar hann eftirfarandi óð til íslenska hestsins:

Íslendingar! Stígum á stokk og strengjum þess heit að lyfta íslenzka fáknum til vegs og veldis með þjóð vorri,
gera hann jafnfagran og frægan og hann á skilið!
Lát fjörgammsins sterku og stoltu tök veita heilbrigðu blóði og hraðsteymnu, með lífsins heilögu glóð,
gegnum allar vorar æðar!
„ Lát hann stökkva, svo draumar vors hjarta rætist!“

horse_2

Hestaferðir undir leiðsögn:

Óðins Ferðir Íslands bjóða upp á margs konar afþreyingu t.d hesta- og gönguferðir. Sérsniðnar að þínum óskum, væntingum og draumum.

Við höfum rúmlega 20 ára reynslu í bæði löngum og stuttum hestaferðum um láglendi sem hálendi. Hestar Óðins Ferða spanna allan skalan frá þægum og góðum barnahrossum til meðfærilegra ferðaklára og svo fyrir þaulreynda reiðmenn, keppnishross.

Okkar meginmarkmið er að framleiða gleði og hamingju og stefnum ætíð að ‚Einstæðri upplifun‘ til handa allra viðskiptavina okkar. Til þess að tryggja það markmið, er öllum boðið upp á gjaldfrjálsa sýnikennslu og leiðsögn í grundvallaratriðum reiðmennskunar, áður en útreiðartúrinn hefst. Því í upphafi skal endinn skoða – við viljum að allir geti riðið tölt frjáls og örugg um fjallasali.

Við erum til þjónustu reiðubúin allt árið um kring. Á haustin smölum við sauðfé af fjöllum, á vetrarmánuðunum er riðið í norðurljósunum undir stjörnubjörtum vetrarhimni og á sumrin eru reiðtúrar í boði allan sólarhringinn í miðnætursól.

horse_4 horse_1 horse_5