Kennimark fyrirtækisins og táknfræði

Goðsögnin um Óðinn sem fyrirtæki okkar er kennt við.

Óðinn var æðstur, voldugastur og vitrastur goðanna. Öll hin goðin eru frá honum komin.

OdinnHann var höfðingi þeirra og sat í Ásgarði. Hliðskjálf var hásæti hans og þaðan gat hann séð um gervallan heim og hvað var að gerast hjá goðum, risum, dvergum, álfum og mönnum. Einungis honum og Frigg, konu hans, var heimilt að sitja í þessu töfrasæti. Hann bar hring sem Draupnir hét og var frjósemistákn. Óðinn var talinn stríðsgoð. Þetta má sjá af vopnum hans. Hann átti spjót sem var svo heilagt að ekki var hægt að brjóta þá eiða sem við það voru svarðir. Þá bar hann arnarhjálm og átti töfraboga sem hann tók með sér í bardaga. Af boga þessum gat hann skotið tíu örvum samtímis og ætíð hæft það sem skotið var á. Þar að auki átti Huggy_and_MunnyÓðinn nokkur gæludýr. Tveir hrafnar sátu á öxlum hans. Hét annar Huginn en hinn Muninn. Við fætur hans lágu úlfar tveir, Geri og Freki. Hann fóðraði þá sjálfur með kjöti sem honum var gefið en hann þurfti ekki að nærast. Óðinn var ekki fullkominn í útliti því hann var eineygður. Augað gaf hann til að vita hið ókomna. Óðinn hafði heyrt um öldung nokkurn, Mími að nafni, sem átti brunn þar sem hægt var að sjá framtíðina. Mímir hét að sýna Óðni brunninn ef hann plokkaði úr sér annað augað. Þetta gerði Óðinn og var sýndur brunnurinn. Þar sá hann Ragnarök, heimsendi, og hvað svo tæki við. Þá fann Óðinn upp rúnirnar. Hann setti mönnum lög og reglur sem þeir skyldu fylgja. Hann lýsti því hve skeikull maðurinn var og sagði menn eiga að vera hugrakkir, hófsama, sjálfstæða, sannsögla, bera virðingu fyrir ellinni, vera gestrisna, gjafmilda og ánægða.

Táknfræði okkar – Sleipnir

Sleipnir(á norrænu “sá sem svífur”) er hinn þjóðsagnalegi, áttfætti hestur sem Óðinn, alfaðir í norrænni ásatrú átti. Sleipnir bar Óðinn milli heima guða og manna. Fæturnir átta tákna áttir áttavitans og færni Sleipnis til að fara um lönd og loft. Sitthvað bendir til að Óðinn hafi brugðið sér í hestlíki; færni Sleipnis tengir hann samstundis við sólskinið. Í norrænni goðafræði er Sleipnir talinn afkvæmi goðsins Loka og Svaldifara, hins mikla hests risanna.