Stefnumótun

Stefnumótun – Óðins Ferðir Íslands ehf

Framtíðarsýnin – Á næstu þremur til fimm árum viljum við byggja upp skilvirka ævintýraferðaþjónustu í samstarfi við vottaðar breskar- og spænskar ferðaskrifstofur og aðra innlenda samstarfsaðila þar sem náttúruvernd, gleði og gæði þjónustunnar er í fyrirrúmi. Með því að auka skógrækt verulega, flokka og endurvinna allan úrgang en hafa samt hugfast að fleygja engu sem ekki á heima í náttúrunni.

Menning – Við bjóðum upp á spænska og íslenska gestrisni og hefðir og leggjum áherslu á að mynda rólegt andrúmsloft sem miðar að því að njóta andartaksins til fulls. Þannig tryggjum við gæðaþjónustu og efnum loforð okkar um einstæða upplifun.

Meginmarkmið. Að bjóða gestum okkar persónulega þjónustu með einstakri upplifun af íslenskri náttúru með hestaleigu og lengri ævintýraferðum. Megináherslan verður lögð á öryggi og miðlun upplýsinga sem mun skapa gleði og ánægju. Við munum kynna gestum okkar staðhætti og landnámssögu Höskuldsstaða og Breiðdalsins.

Stefnumiðuð markaðssetningTil grundvallar leggjum við þessa skilgreiningu á Óðins Ferðir Íslands ehf: Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki, sjálfssprottið af margra áratuga draumi um búsetu í sveit á Íslandi þar sem móðir náttúra býður upp á ólýsanlega fegurð og fjölbreytt umhverfi. Í okkar augum er Breiðdalurinn sá staður því okkar meginmarkmið og kjarnafærni felst í getu okkar til að skapa GLEÐI OG ÁNÆGJU við slíkar aðstæður.

Í þessu skini viljum við gjarnan eiga í skilvirku, gagnkvæmu, heiðarlegu og uppbyggjandi samstarfi við alla þá sem nú starfa eða munu starfa, beint eða óbeint um ókomna framtíð að uppbyggingu ferðaþjónustu í Breiðdalnum, á Breiðdalsvík og á Austfjörðunum.

Ljóst er að við viljum bjóða gestum á svæðinu upp á spennandi, ógleymanlega og einstæða lífsreynslu í formi fjölbreyttrar afþreyingar, bæði að sumar- og vetrarlagi.

Okkar sannfæring er sú: Að við séum á réttum tíma, á hárréttum stað, að bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu fyrir erlenda og innlenda gesti og íbúa svæðisins.